Ný K18 Pro Vara

Ný K18 Pro Vara

Chelator hagar sér eins og sterkur segull – dregur málm + steinefni úr hárinu til þess að lífga upp á lit, hressa uppá áferð eða ryðja brautina fyrir jafna áferð á lit eða skoli.

Peptide Prep Pro Chelating hair complex

Dregur úr 7 týpum af málm og steinefnum á aðeins 4 mínútum.

Nú getur þú losnað við þessi efni sem við tölum um hér fyrir ofan úr hárinu, áður en þú gerir hverskyns litaþjónustu. Hárið tekur mun betur við litnum sem borinn er í, liturinn verður meira lifandi og glansandi. Gefur hárinu meira líf og hárið verður léttara á aðeins 4 mínútum.

Ekkert mix, ekki er þörf á neinni formúlu eða skolun.

Hvað er Chelator og hvað gerir hann?

Þessi nýja uppgötvun af meðferð, sem þú einungis þarft að spreyja í hárið
virkar á mjög áhrifaríkan hátt, hún dregur úr 7 algengustu týpum máls og steinefna á aðeins 4 mínútum.

Útkomurnar eru betri, jafnari litur, lífgar upp á litinn, endurheimtir mýkt og glans hársins. Auk þess með því að fjarlæga þessi efni úr hárinu gerir það K18 maskanum auðveldara að komast inn í hárið.

Endurstillir hárið fyrir hverskyns efnameðhöndlun.
Til þess tryggja það að fá jafnan lit í hár eða strípur, kemur í veg fyrir bletti sem taka illa við lit.


Lífgar upp á litinn – Chelator gerir það að verkum að liturinn poppar meira, litblærinn sem settur er í hárið tekur betur við sér.

Betri ending - Liturinn endist lengur í hárinu og hann kemur í veg fyrir leiðinlega græntóna og bletti sem að myndast frá málmi og steinefnum í vatni.

Afhverju virkar hann?

Þessi formúla tæklar öfgafyllstu málm og steinefna uppsöfnun sem að gerir það að verkum að fagmenn eiga auðveldara með að fá nákvæmar og jafnar útkomur á lit og efnameðhöndlun.

Chelation kokteill: sérstök blanda af 5 málmeyðum.
Klínískt sannað að hann dregur úr 7 af algengustu málm og steinefnum í hárinu sem eru Kalsíum,magnesium,kopar,sink,nikkel,kadmium og blý Andoxunarpeptíðið okkar blokkar og hlutleysir málma í hárinu fyrir tvöfalda vörn gegn viðbragðskemmdum.

Hvernig á að nota Chelator?

Fyrir efnameðhöndlun:
• Hrista vel fyrir notkun. Ýta takkanum á on.
• skipta hárinu í 4 parta og spreyja 6 – 10x
Fer eftir þykkt og sídd hársins, hárið á að vera létt rakt eftir á.
• Gott er að greiða í gegn með grófri greiðu eða bursta, Bíðið í 4 mín.*
* Fyrir extra mikinn uppsafnaðan málm í hári er biðtíminn 10 mínútur, hárið er þvegið með detox sjampói og þurrkað.
• Næsta skef K18 PRO mist, bíðið í 4 mín.
• Liturinn borinn í hárið.
• Hárið þvegið með Detox shampóinu og enginn næring.
• Þerrið hárið með handklæði + berið K18 PRO mask. Beðið er í 4 mínútur áður en þið
byrjið að þurrka hárið.
• Fyrir klippingu og blástur:
 Hrista vel fyrir notkun. Ýta takkanum á on.
• Skipta hárinu í 4 parta og spreyja 6 – 10x (Fer eftir þykkt og sídd hársins, hárið á að vera létt rakt eftir á)
• Gott er að greiða í gegn með grófri greiðu eða bursta, Bíðið í 4 mín.*
* Fyrir extra mikinn uppsafnaðan málm í hári er biðtíminn 10 mínútur, hárið er þvegið með detox sjampói og þurrkað
• Nota K18 Detox shampóið, sleppa næringu
• hanklæðaþurrkið hárið + spreyið K18 PRO mist í hárið og bíðið í 4 mín,
• Berið K18 Maskann í hárið, bíðið í 4 mín áður en hárið er blásið.

PEPTIDE PREP™ PRO chelating hair complex

Back to blog